Hafa Samband

Fylltu út formið hér til hægri, við reynum svo að svara

þér eins fljótt og auðið er. 

Hér máttu setja þau skilaboð sem þú vilt að læknirinn fái.
Nafn *
Nafn
Settu nafnið þitt hér, helst fullt nafn.


105
Ísland

5510909

Íþróttalækningar -  Dr. Bogi Jónsson Bæklunarskurðlæknir

shoulder-pain.jpg

Axlarspeglanir

Axlarspeglanir

Sjúklingur þarf að fasta á vatn og mat 6 klst fyrir aðgerð. Aðgerð er gerð í svæfingu og með sérstakri deyfingu til að minnka verki eftir aðgerð. Við aðgerð liggur sjúklingur á bakinu á sérstöku axlarskurðarborði. Hönd er í léttu togi (4kg) meðan á aðgerð stendur. Það er tog til að auðveldara sé að skoða liðinn.  Aðgerðartími er u.þ.b. 15- 20 mín en lengur ef sinar eru saumaðar. Slímpoki er fjarlægður og tekið er kalk eða slípaður niður beinnabbi frá axlarhyrnu. Speglunargöt eru 2 eða fleiri og oftast límt fyrir götin med límbandi.

Sjúklingur má hreyfa öxlina eftir getu og mikilvægt að ná fullri hreyfigetu sem fyrst ef fjalægt er kalk eða slípaður er niður beinnabbi. Ef sin er saumuð þá þarf hendi að vera i fatla í 4-6 vikur og þá gilda aðrar reglur um hreyfingu. Þegar farið er heim þá er skrifaður lyfseðill upp á t.d. verkjalyf eins og þörf er á hverju sinni.

Fjarvera frá vinnu er allt frá 0 dagar og upp í 6 vikur eftir eðli starfs. Ef sin er saumuð þá getur fjarvera frá vinnu verið allt að 2-4 mánuðir eftir eðli starfs.

Sjúkraþjálfun er nauðsynleg ef viðkomandi þekkir ekki til þeirra æfinga sem þarf að framkvæma eftir aðgerð.

 

Íþróttalækningar ehf.  - Skipholti 50c - S: 551 0909 -  Kt: 430101-2260